Fyrirvarar við ríkisábyrgð auk innlánstryggingar

Seðlabanki Frakklands og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa gefið sterklega í skyn að tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingakerfi sé ekki til þess fallin að mæta stóráföllum eins og bankahruni.

Þetta kemur fram í aðsendri grein þeirra Lárusar L. Blöndals og Stefáns Más Stefánssonar, þeirri fyrstu af fjórum sem birtar verða í Morgunblaðinu næstu daga.

Benda þeir Stefán og Lárus enn fremur á að sum aðildarríkin hafi auk þess gert fyrirvara varðandi lögmæti þess að veita ríkisábyrgð til viðbótar þeirri tryggingu sem innlánstryggingakerfin veita.

Sjá nánar um þetta álitamál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert