Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér

Jónína Rós Guðmundsdóttir.
Jónína Rós Guðmundsdóttir.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skorar á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að segja af sér eftir ákvörðun hans um að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar.

Jónína Rós hefur skráð sig í hóp á samskiptavefnum Facebook, ásamt á áttunda þúsund Íslendingum, sem skorar á forsetann að segja af sér. „Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum,“ segir í yfirlýsingu hópsins.

Sjá nánar um þetta mál og viðhorf þingmannsins til þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert