Færri leita til sjúkrahússins

Eftirspurn eftir þjónustu Sjúkrahússins á Akureyri hefur dregist saman frá því að kreppan skall á. Forstjóri Sjúkrahússins segir mjög líklegt að það skapist af þjófélagsaðstæðum.
 
Sparnaðarkrafa Sjúkrahússins á Akureyri árin 2009 og 2010 er um 500 miljónir króna. Stjórnendurnir hafa gripið til fjölbreyttra sparnaðaraðgerða t.d. þurfa konur nú að koma með dömubindin með sér á fæðingadeildina, legudögum hefur verið fækkað, auk þess sem gripið hefur verið til uppsagna.

Sjúkrahúsið gerir upp árið 2009 réttu megin við núllið, en það er ekki eingöngu til komið vegna þessara sparnaðaraðgerða stjórnenda, heldur einnig vegna þess að eftirspurnin hefur hreinlega dregist saman. Halldór Jónsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir að stöðugildum hafi nú þegar fækkað um 30 og komi til með að fækka enn frekar á árinu 2010, en þó verði ekki gripið til beinna uppsagna.Ýmiskonar kostnaðarlækkun og tilfærslur nægi til að mæta sparnaðarkröfunni án þess að það bitni verulega á þjónustu við sjúklinga.

Halldór segir þrátt fyrir það hafi Sjúkrahúsið ekki verið illa rekið fyrir kreppu heldur séu kröfurnar aðrar í árferði líkt og nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert