Ríkisendurskoðun skoði Álftanes

Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Friðrik Tryggvason

Ríkisendurskoðun mun gera úttekt á fjármálum Álftanes og hvernig staðið hefur verið að rekstri sveitarfélagsins síðustu árin. Þetta segir Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Bæjarstjórn Álftaness hefur skilað tillögum um sparnað í rekstri sveitarfélagsins til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Kristján segir að nefndin muni fara yfir tillögurnar. Búið er að vinna tvær skýrslur um stöðu sveitarfélagsins og segir Kristján að seinni skýrslan „staðfesti alvarlega stöðu sveitarfélagsins“.

Bæjarstjórn Álftaness hefur haldið því fram að sveitarfélagið ætti að fá meiri fjármuni frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Kristján segir að Ríkisendurskoðun verði falið að fara yfir það hvort bæjarstjórnin sé þar að bera fram réttmætar kröfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert