Smíðaði líkan af Titanic

Úlfar Önundarson við eftirlíkinguna af Titanic.
Úlfar Önundarson við eftirlíkinguna af Titanic. mynd/bb.is

Úlfar Önundarson á Flateyri, smáskipasmiður í frístundum, hefur smíðað eftirlíkan af hinu sögufræga skipi Titanic í hlutföllunum einn á móti þúsund. Úlfar hefur undanfarin ár dundað við að smíða skipslíkön. Bátarnir sigla svo um Sólbakkalónið á sumrin, heimamönnum og ferðafólki sem á leið um svæðið til yndisauka.

Úlfar segist vonast til þess að Titanic verði sjósett með viðhöfn á lóninu í byrjun júní. „Það verður ábyggilega sjósett með viðhöfn því það er ekki oft sem Titanic er sjósett,“ segir Úlfar en nánar er rætt við hann í Bæjarins besta sem kemur út á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert