Erfið samningsstaða

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við Stjórnarráðið.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við Stjórnarráðið. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hann hafi trú á því að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis komi fram upplýsingar sem skýri í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið við að ná fram hagstæðum samningum í Icesave-málinu.

Steingrímur var spurður um ummæli Arnold Schilder, fyrrum yfirmanns hollenska bankaeftirlitsins, sem sagði fyrir þingnefnd að logið hefði verið að honum um stöðu Landsbankans.

„Það er ýmislegt í bakgrunni málsins sem við höfum ekki getað notað og ekki getað verið með í opinberri umræðu, vegna þess hvað það er viðkvæmt og gæti skaðað hagsmuni landsins. Þannig að maður hefur eiginlega verið með hendur bundnar á bak aftur að verja sig þegar að manni er veist vegna þessa máls. Ég trúi því að innan skamms komi fram ýmsar upplýsingar sem muni skýra í hversu erfiðri stöðu stjórnvöld hafa verið í raun og veru frá upphafi í þessu máli vegna forsögunnar,“ sagði Steingrímur eftir ríkisstjórnarfund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert