Ráðherra settar skorður við skipun dómara

Hæstiréttur.
Hæstiréttur.

Dómsmálaráðherra eru settar skorður við skipun dómara við dómstóla landsins samkvæmt lagafrumvarpi, sem ríkisstjórnin fjallaði um í gær og sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.

Að sögn RÚV felst viðamikil styrking á sjálfstæði dómstóla í nýja frumvarpinu sem samið er á vegum réttarfarsnefndar að tilhlutan dómsmálaráðherra. Samkvæmt því á fimm manna dómnefnd á samkvæmt frumvarpinu að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður á báðum dómstigum. Áður voru þrír í héraðsdómaranefndinni. Einn fulltrúi almennings verður í nefndinni og kosinn af Alþingi. Ekki er áskilið að hann sé lögfræðimenntaður.

Dómnefndin metur hvaða umsækjandi er hæfastur að hljóta embættið og verður heimilt að setja tvo eða fleiri umsækjendur jafnhæfa.

Dómsmálaráðherra getur aðeins farið á svig við þá sem taldir eru hæfastir með því að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi sem Alþingi þarf svo að samþykkja. Ráðherra verður eftir sem áður að velja úr þeim hópi umsækjenda sem metnir eru hæfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert