Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu

Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sagði í Silfri Egils í gær að það fyrirkomulag sem Arion banki kynnti í síðustu viku um framtíð verslanakeðjunnar Haga væri til þess fallið að misbjóða íslensku samfélagi.

„Ég er gáttaður á því að verið sé að semja við aðila, og félög þeim tengd, sem hafa valdið hér gjaldþroti sem nemur 500-700 milljörðum króna, kannski meira. Bankinn þarf hugsanlega að afskrifa 50 milljarða vegna þessara sömu aðila út af þessu eina fyrirtæki,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. Tók hann fram að eðlilegast hefði verið ef Hagar hefðu farið í venjulega gjaldþrotameðferð.

Hann gagnrýndi einnig að Arion banki skyldi hafa samþykkt að Ólafur Ólafsson fengi á ný að eignast skipafélagið Samskip.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert