140 þúsund koma í Reykholt

Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa komið í Reykholt, eins …
Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa komið í Reykholt, eins og margir Norðmenn sem hingað koma. mbl.is

Áætlað er að um 140 þúsund manns komi í Reykholt á ári. 15 til 18 þúsund gestir nutu þar menningarviðburða á liðnu ári en aðrir skoðuðu Snorralaug og aðrar fornleifar, nutu útiveru, gistingar og annarrar ferðaþjónustu sem boðið er upp á í Reykholti.

Samkvæmt rannsókn sem Snorrastofa lét fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RFF) gera fyrir sig vegna ársins 2008 má áætla að það ár hafi um 115 þúsund gestir komið í Reykholt í allt að 140 þúsund heimsóknum.

Þar af voru um 65 þúsund Íslendingar, í nálægt 90 þúsund heimsóknum, og um 50 þúsund erlendir ferðamenn. Hér við bætast síðan heimsóknir sóknarbarna og annarra nágranna Reykhyltinga.

Þetta þýðir um eða yfir 30% aukningu í fjölda gesta frá árinu 2005 miðað við fyrri kannanir RRF fyrir Snorrastofu. Því má áætla að árið 2008 hafi Íslendingar staðið fyrir um 65% af heimsóknum ferðamanna í Reykholt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert