Laun lækka að tillögu kennaranna sjálfra

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. mbl.is

Gripið verður til margskonar aðgerða hjá Háskólanum á Akureyri til að mæta 100 milljóna króna niðurskurðarkröfu stjórnvalda.

Fram hefur komið að kennarar skólans lögðu sjálfir til að laun þeirra yrðu lækkuð um 8,5% en kennsluskylda kennara hefur breyst til samræmis við kennsluskyldu við HÍ, þannig að raunskerðing launa er 5,5%. Rektor segir HA taka á sig meiri niðurskurð en t.d. Háskóli Íslands.

„Niðurskurðurinn við HA er í heild 6,6% en við HÍ ekki nema 1,7%, þar sem nemendafjölgun varð umtalsverð og niðurskurðarkrafan því minni,“ segir Stefán B. Sigurðsson, rektor HA. „Niðurskurðarkrafan var því einna mest hjá HA fyrir árið 2010.“

Sjá mun ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert