Ármann sígur fram úr Gunnari

Ármann Kr. Ólafsson er með nokkuð örugga forystu í prófkjörinu, …
Ármann Kr. Ólafsson er með nokkuð örugga forystu í prófkjörinu, en talningu er ekki lokið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ármann Kr. Ólafsson er með nokkuð öruggt forskot í fyrsta sæti eftir að búið er að telja 2000 atkvæði af um 2800 atkvæðum sem greidd voru í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ármann er með 1019 atkvæði í fyrsta sæti, en Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, er með 818 í fyrsta sæti.

Hildur Dungal er í öðru sæti með 1047 atkvæði, Gunnar I. Birgisson er í þriðja sæti með 887 atkvæði, Margrét Björnsdóttir er í fjórða sæti með 850 atkvæði,  Aðalsteinn Jónsson er í 5. sæti með 905 atkvæði, Árni Bragason er í 6. sæti með 1015 atkvæði, og Karen Halldórsdóttir er í 7. sæti með 1171 atkvæði.

Hildur er með flest atkvæði samtals í sjö efstu sætin eða 1767 atkvæði, Næstur á eftir henni er Ármann með 1403 atkvæði. Gunnar er með 1029 atkvæði samtals. Langflestir sem kusu Gunnar settu hann í fyrsta sæti, en það virðist hins vegar ekki ætla að duga honum til sigurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert