Um 1.100 skráðu sig fyrir prófkjör

Merki Sjálfstæðisflokksins
Merki Sjálfstæðisflokksins

Komið hefur í ljós að um 1.100 manns skráðu sig í Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda prófkjörsins sem fram fór í gær. Þar náði Ármann Kr. Ólafsson fyrsta sætinu en Gunnar I. Birgisson sem stefndi einnig á fyrsta sætið varð þriðji.

Nú eru um 6000 manns skráðir í Sjálfstæðisflokkin í Kópavogi. Sigríður Þorsteinsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Sjálfstæðisflokksins segir að 4.890 mann hafa verið skráða í flokkinn áður en prófkjörið hófst og að fjölgunin nemi um 1.088 manns. 3.197 tóku þátt í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 140 í prófkjörinu.


Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Felix Haukssyni, formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, fyrr í dag skráðu sig um 2.000 manns í  Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir prófkjörið sem fram fór í gær. Þar af hafi rösklega 600 skráð sig á sjálfan prófkjörsdaginn í gær en hinir áður en framboðsferli lauk í janúar.  Óttar miðar þar við að um 4.000 manns hafa verið skráða í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir u.þ.b. einu ári.

Enn hefur ekki náðst í Gunnar í dag til að spyrja hann um viðbrögð við úrslitunum en hann hafði lýst því yfir á framboðsfundi fyrir prófkjörið að hann myndi ekki taka annað sætið ef hann næði ekki því fyrsta.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert