Vetrarlegt í höfuðborginni

Vetur konungur virðist loksins kominn á stjá á höfuðborgarsvæðinu fyrir alvöru. Eftir næsta snjólausan vetur vöknuðu borgarbúar við hvíta jörð og skafrenning, sem m.a. hefur hægt verulega á umferð á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Engin alvarleg óhöpp hafa þó orðið að sögn lögreglu og eru allar götur færar en snjór, hálka og skafrenningur gerir það að verkum að umferð silast áfram víðast hvar.

Sömu sögu er ekki að segja frá Vestmannaeyjum, Sandgerði og á Suðurnesjum þar sem björgunarsveitir hafa átt annríkt vegna snjókomu og ófærðar. Skólahald liggur niðri í Vestmannaeyjum og er fólk þar beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu. Í Reykjanesbæ hafa snjóruðningstæki ekki haft undan að ryðja og strætisvagnaferðir liggja niðri á Suðurnesjum.

Þá er þæfingur á Reykjanesbraut og skafrenningur og hálka á Hellisheiði.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert