Búið að opna veginn um Hafnarfjall

Það er víða erfið færð nú í morgunsárið
Það er víða erfið færð nú í morgunsárið Kristinn Ingvarsson

Búið er opna veginn um Hafnarfjallið og er hálka og skafrenningur þar. Búið er einnig að opna Siglufjarðarveg og um Reynisfjall. Ófært er á nokkrum stöðum á landinu. Meðal annars er ófært Ísafjaðardjúpi og um Þröskulda, á Ströndum, í Reykhólasveit og yfir Klettsháls, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka er á Reykjanesbraut. Hálka er á Mosfellsheiði. Hálkublettir og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Á öðrum leiðum eru hálkublettir og sumstaðar snjóþekja.

Á Vesturlandi eru hálkublettir og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Ófært er sumstaðar í uppsveitum Borgarfjarðar, hálkublettir og éljagangur er á Bröttubrekku. Hálkublettir og skafrenningur er á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir, éljagangur eða skafrenningur á flestum leiðum. Ófært er um Þröskulda og í Reykhólasveit, einnig er ófært um Strandir. Hálkublettir og skafrenningur er um Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er um Klettsháls.

Á Norðurlandi vestra er hálka á Siglufjarðarvegi. Hálka er á Þverárfjalli og í Langadal. Á Öxnadalsheiði er snjóþekja og skafrenningur. Norðaustanlands er hálka í Eyjafirðinum og á Víkurskarði. Éljagangur og snjóþekja er svo við Mývatn en hálka og snjóþekja á öðrum leiðum.

Á Austurlandi eru hálkublettir og éljagangur á Möðrudalsöræfum og þungfært á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Fjarðarheiði og þæfingsfærð á Vatnsskarði eystra. Hálka og éljagangur er á Fagradal og snjóþekja og éljagangur í Oddskarði en svo eru hálkublettir frá Fáskrúðsfirði að Höfn.

Suðaustanlands er snjóþekja eða hálkublettir ásamt einhverjum éljagangi. Hálkublettir, snjóþekja og éljagangur er frá Kirkjubæjarklaustri og að Vík. Þæfingsfærð er frá Höfn að Kvískerjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert