Munar 50 milljörðum milli tilboða

InDefence á Bessastöðum
InDefence á Bessastöðum Reuters

IFS-Greining telur miklu muna að lán Hollendinga og Breta, samkvæmt tilboði ríkjanna um lausn Icesave-deilunnar frá 20. febrúar, séu vaxtalaus fyrstu tvö árin en bera síðan breytilega LIBOR vexti með 2,75% álagi. Tilboðið er hagkvæmara fyrir ríkissjóð sem nemur 50 milljörðum króna að lágmari samkvæmt mati IFS-Greiningar.

„Í útreikningum sínum gerir IFS Greining ráð fyrir að greiðslur úr þrotabúi gamla Landsbankans verði ekki fyrr en í lok árs 2011.

Staða Icesave-samnings eftir 6 ár þegar að afborganir af Icesave-láni hefjast verður 319 milljarðar króna miðað við fasta vexti og 238 milljarðar miðað við breytilega vexti. Í útreikningum gerum við ráð fyrir að gengi krónunnar gangvart pundum og evrum verði hið sama og 24. febrúar 2010.

Nýja tilboðið er því um 81 milljarði hagstæðara en það fyrra þegar að greiðslur af eftirstöðvum Icesave hefjast eftir 6 ár. Ef framgreind fjárhæð er svo núvirt miðað við breytilega vexti er tilboðið hagstæðara sem nemur 67 milljörðum króna, ef núvirt er miðað fasta vexti 5,55% er sparnaðurinn 58 milljarðar króna. Ef einungis er horft á greiðslur frá ríkissjóði en ekki tryggingasjóði, þ.e. greiðslur sem hefjast eftir 2016, er sparnaðurinn minni. Ástæða þess er að langtíma vextir eru háir en þeir gefa vísbendingu um vaxtastig í framtíðinni. Ef greiðslur ríkissjóðs eru núvirtar með eingreiðsluvöxtum reiknuðum út frá markaðsvöxtum (Euro-Swap, Pund-Swap), þá er nýja tilboðið 50 milljörðum króna hagkvæmara. Núvirði greiðslna ríkissjóðs á tímabilinu frá 2016 til 2024 nemur 263 milljörðum króna með föstum vöxtum og 213 milljörðum. með breytilegum vöxtum.," segir í vefriti IFS-Greiningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert