Nýtt tölvusneiðmyndatæki

Undirritun samnings um nýtt tölvusneiðmyndatæki á Landspítala 3. mars 2010: …
Undirritun samnings um nýtt tölvusneiðmyndatæki á Landspítala 3. mars 2010: Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, og Stefán Smári Skúlason, sölu- og markaðsstjóri Vistors hf., ásamt fleiri fulltrúum spítalans og umboðsaðila tækisins. Landspítalinn

Nýtt tölvusneiðmyndatæki verður tekið í notkun á Landspítalanum í byrjun maí. Skrifað var undir samning um kaup á nýja tækinu í dag. Tækið mun leysa annað eldra af hólmi á spítalanum.

Tölvusneiðmyndatæki gefa þversniðs- og þrívíddarmyndir af líffærum og eru ein mikilvirkustu greiningartæki sem notuð eru í læknisfræði í dag. Tækið er af fullkomnustu gerð og mun bæta greiningu sjúkdóma hjá skjólstæðingum Landspítala umtalsvert, samkvæmt fréttatilkynningu.

Tækið gefur sérstaklega aukna möguleika á greiningu hjarta- og æðasjúkdóma en bætir greiningu í fjölda sjúkdómaflokka.  Það mun gefa lægri geislaskammta en eldra tæki sem það leysir af hólmi sem er mjög mikilvægt vegna mikillar notkunar tækninnar.

Tækið er framleitt af Philips lækningatækjum og er Vistor umboðsaðili þeirra á Íslandi.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert