Rætt um að ríkið taki yfir skuldabréf

Hugmyndir eru uppi um að íslenska ríkið taki yfir skuldabréf sem Landsbankinn gaf út til forvera síns og greiði það út til þrotabúsins að fullu eða hluta til þess að lækka höfuðstólinn vegna Icesave-skuldbindinganna.

Indriði Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, staðfestir að slík útfærsla hafi verið til skoðunar að undanförnu. Kosturinn við þessa útfærslu væri sá að þrotabúi Landsbankans yrði fært að greiða forgangskröfur fyrr en ella.

Verðmæti skuldabréfsins, sem er gengistryggt og til 10 ára, nam í upphafi 260 milljörðum en í dag stendur það í ríflega 300 milljörðum.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka