Vilja efla fjölskyldutengslin

Unglingar vilja vera meira með fjölskyldu sinni. Myndin er úr …
Unglingar vilja vera meira með fjölskyldu sinni. Myndin er úr safni. Kristinn Ingvarsson

Unglingar vilja borða oftar með fjölskyldu sinni og fara með henni í ferðalög. Þeir telja að samvistir með fjölskyldunni efli sjálfstraust þeirra. Til að auka samverustundir telja unglingarnir að þeir geti verið oftar heima og minna í tölvunni.

Þetta er meðal niðurstaðna sem könnun á meðal 9. bekkinga á Forvarnardaginn 2009 leiddi í ljós.

Dagskrá Forvarnardagsins fólst í verkefnavinnu í 9. bekkjum grunnskólanna. Tilgangur hennar er að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra, skoðanir þeirra og fengu þeir meðfylgjandi spurningar að glíma við.

  • Hvað vilja unglingar gera oftar með fjölskyldum sínum?
  • Hvað geta þeir sjálfir gert til að stuðla að fleiri samverustundum innan fjölskyldunnar?
  • Hvað er það sem hvetur börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi?
  • Hver er ávinningurinn af því að drekka ekki áfengi á unglingsárunum að þeirra mati?
  • Hvaða stuðning telja þeir bestan í þeim efnum?
Samband íslenskra sveitarfélaga greinir frá niðurstöðum Forvarnardagsins 2009 sem nú hafa verið sendar til sveitarfélaganna.  Forvarnardagurinn var haldinn í fjórða sinn miðvikudaginn 30. september 2009 að frumkvæði forseta Íslands.

Dagurinn var haldinn í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands auk lyfjafyrirtækisins Actavis, sem var sérstakur stuðningsaðili verkefnisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert