Best að Helgi tali fyrir sig

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar

„Ég afþakka það að Helgi Magnússon taki að sér að túlka stefnu Vinstri grænna. Hann getur bara túlkað stefnu Samtaka iðnaðarins sem mér finnst á köflum vera vandræðalega gamaldags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þegar hún var spurð út í ummæli Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins, sem sagði á Iðnþingi að áhrifamikil öfl í ríkisstjórninni virtust vera á móti hagvexti. Hann vísaði þar sérstaklega til VG.

Svandís sagði að hún hefði engar athugasemdir gert við Búðarhálsvirkjun sem Landsvirkjun væri að undirbúa. Hún minnti líka á að þegar hún átti sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefði hún greitt atkvæði með Hverahlíðarvirkjun. Þessar virkjanir væru næstar á dagskrá. Hún sagði að það væri eitthvað annað sem kæmi í veg fyrir að þær færu af stað en andstaða VG. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert