Einungis smáskjálftar í nótt

Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað …
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað um gosið 1821 til 1823. rax

Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni í Eyjafjallajökli síðustu tvo sólarhringa. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældust um þrjú hundruð skjálftar í nótt en allt litlar skjálftar. Líklegt þykir að óvissustigi almannavarna verði aflétt í dag.

Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands, er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort jarðskjálftahrinan nú sé yfirstaðin þar sem hún getur hafist á nýjan leik. 

Eftir síðasta sumar kom fjögurra mánaða langur rólegur kafli en síðan tóku hræringarnar sig upp aftur þannig að það getur verið allur gangur á hvað gerist næst. Sigurlaug segir að virknin sé enn mikil og mun meiri en hún var í byrjun janúar. 

Í gær tilkynntu Almannavarnir um að Almannavarnadeildin fylgist náið með framvindunni í samvinnu við jarðvísindamenn. Um leið og talið er að hætta sé liðin hjá verður óvissustigi almannavarna aflétt  í samráði við  lögreglustjóra umdæmisins og vísindamenn.

Skjálftasvæðið
Skjálftasvæðið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert