Bitinn í eyrað í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fimm þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags og voru þær flestar minniháttar.

Hinar fjórar líkamsárásirnar áttu sér allar stað í Hafnarfirði. Að sögn lögreglu teljast þrjár þeirra líka minniháttar en í þeirri fjórðu voru sjáanlegir áverkar á þolandanum. Sá var bitinn í eyrað þegar hann ætlaði að stöðva slagsmál  tveggja manna. Sá sem beitti þessu óþverrabragði var handtekinn en hinn sami gat litlar eða engar skýringar gefið á þessu framferði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert