Ekki tekið á eignarhaldi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í ræðustóli.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í ræðustóli. Ómar Óskarsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi það að ekki væri tekið á eignarhaldi fjölmiðla í stjórnarfrumvarpi um fjölmiðla sem Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir á þingi í gær.

Ráðherra sagðist hafa talið nauðsynlegt að ný þverpólitísk nefnd færi yfir umræðuna um takmarkanir á eignarhaldi í ljósi breytinga sem orðið hefðu frá 2005.

Þorgerður Katrín og Katrín sögðu báðar æskilegt að dregið yrði úr hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en ráðherra bætti því við að þá yrði að bæta RÚV upp tekjumissinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert