Bretar vilja kaupa Nauteyri

Tveir Bretar, sem búsettir eru hér á landi, hafa stofnað til fjársöfnunar í því skyni að kaupa jörðina Nauteyri innst í Ísafjarðardjúpi. Þar hyggjast þeir koma á stofn náttúruverndarsvæði og sjálfbærri ferðamannamiðstöð með umhverfisvænni gistiaðstöðu og aðstöðu til vísindarannsókna.

Þeir Alex Elliott og Brad Houldcroft hafa sett upp vefsíðu fyrir „The Nauteyri Project“. Þar kemur fram að verkefnið sé ekki stofnað í hagnaðarskyni heldur til þess að kupa jörðina Nauteyri. Tekið er fram að á jörðinni sé jarðhiti, fallegt umhverfi auk þess sem hún sé steinsnar frá friðlandi tófunnar á Hornströndum.

Félagarnir vilja efla ferðaþjónustu á Vestfjörðum, án þess að skaða umhverfið. Þeir vilja vernda landið, ströndina og íbúana um ókomnar kynslóðir. Þá hyggjast þeir m.a. nýta rekavið til bygginga á jörðinni. 

Þeir Alex Elliott og Brad Houldcroft eru frá Bretlandi en hafa búið lengi hér á landi. Alex Elliott er í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert