Samþykktu frumvarp um gjafaegg

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra til laga um gjafaegg. Í frumvarpinu er lagt til að einhleypum konum sem búa við skerta frjósemi verði heimilt að nota bæði gjafaegg og gjafasæði við glasafrjóvgun.

Sama mun gilda um pör af sitt hvoru eða sama kyni, þar sem frjósemi beggja maka er skert.

Frumvarpinu er ætlað að breyta núgildandi lögum um tæknifrjóvgun, þar sem ekki hefur verið heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun einhleyprar konu.

Verður frumvarpið nú sent þingflokkum stjórnarflokkanna og því næst lagt fyrir Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert