Formenn halda samstöðufund

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Formenn þingflokkanna munu funda í hádeginu á morgun að frumkvæði Birgittu Jónsdóttur, formanns þingflokks Hreyfingarinnar. Markmið fundarins er að fara yfir þau mál sem eru í þinginu sem hægt er að ná þverpólitískri sátt og samstöðu um svo unnt sé að afgreiða þau með skjótari hætti.

Björgin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingar segist ánægður með þetta framtak Birgittu og vonast til að á fundinum megi nálgast með málefnalegum hætti mörg þau mál sem í raun og veru sé nokkuð þverpólitísk samstaða um.

„Ég fagna þessu mjög og held að þetta geti orðið árangursríkt upphaf að betri samvinnu í þinginu," segir Björgin. „Þetta getur vonandi orðið til þess að mörg mál verði afgreidd fyrr út úr þinginu en ella, því stundum stranda mál nú bara á þrákelkni og skotgrafastjórnmálum þrátt fyrir að í raun sé stutt í að hægt sé að ná ágætis sátt."

Björgvin Sigurðsson
Björgvin Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert