Vilja eitt laxeldisfyrirtæki

Frá Bíldudal
Frá Bíldudal mbl.is/Árni Sæberg

Bílddælingar og Arnfirðingar skora á Vesturbyggð og stjórnvöld
að veita einugis einum aðila leyfi til laxeldis í Arnarfirði. Forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Úlfari B. Thoroddsen, var í dag afhentur undirskriftarlisti af þessu tilefni. Yfirskrift hans er: „Arnarfjörður fyrir íbúa fjarðarins“.

Hannes Friðriksson, veitingamaður á Bíldudal, afhenti Úlfari
undirskriftalistann fyrir hönd 89 íbúa á Bíldudal sem skrifuðu þar nöfn sín. Stutt er síðan undirskriftasöfnunin hófst, að sögn Hannesar.

Á listanum er jafnframt skorðað á stjórnvöld og Vesturbyggð að veita
skilyrt leyfi til laxeldis í Arnarfirði með þeim hætti að það fyrirtæki sem
fái leyfi hafi heimilisfang á Bíldudal. Einnig að vinnsla á afurðum
laxeldisins, þ.e. slátrun, vinnsla og pökkun, fari að öllu leyti fram á
Bíldudal.

Leyfinu verði úthlutað tímabundið til 2-3 ára en ef lítið hafi
gerst á þeim tíma í laxeldi hjá viðkomandi fyrirtæki verði leyfið
afturkallað.

Bílddælingar og Arnfirðingar mótmæla því að Arnarfjörður verði nýttur sem hráefnisnáma öðrum byggðarlögum eða erlendum aðilum til hagsbóta.

Afriti af listanum verður jafnframt komið á framfæri við sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra og umhverfisráherra ásamt þeim stofnunum er málið
varðar.

Hannes Friðriksson (t.v.) afhenti Úlfari B. Thoroddsen undirskrifalistana.
Hannes Friðriksson (t.v.) afhenti Úlfari B. Thoroddsen undirskrifalistana.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert