Olís hækkar eldsneytisverð

Olís hækkaði verð á eldsneyti í dag
Olís hækkaði verð á eldsneyti í dag Árni Sæberg

Olís hefur hækkað verð á bensíni um fjórar krónur og er algengt verð nú 212,20 krónur á lítrann hjá Olís. Algengt verð hjá N1 og Skeljungi er 208,20 krónur og hjá Atlantsolíu 206,60 krónur. Lægsta verðið á bensíni á höfuðborgarsvæðinu er 196,80 krónur lítrinn í stöðvum Orkunnar við Eiðistorg og Hafnarfirði og 196,90 krónur hjá ÓB við Snorrabraut og Melabraut.

Verð á dísilolíu hefur hækkað um tvær krónur á lítrann hjá Olís og er algengt verð nú 204,90 krónur. Lægst er það hjá Orkunni 191,30 krónur lítrinn og 191,40 krónur lítrinn hjá ÓB.

Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum er hlutur ríkisins nú í lítranum á bensínu á bilinu 100-110 krónur.

Verð á eldsneyti breytist ört en hér er hægt að sjá verðið á lítranum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert