Aflétting hafta möguleg áður en AGS lýkur sér af

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að til greina komi að hefja afléttingu gjaldeyrishafta í skrefum áður en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokið sínum störfum hér á landi, en hann hélt erindi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í gær.

Arnór segir mikilvægt að niðurstaða í samningaviðræðum skilanefndar Landsbankans við Seðlabankann í Lúxemborg ráði nokkru um framtíð haftanna. Seðlabankinn þar í landi er stærsti krónueigandi utan Íslands, en Landsbankinn lagði ríkisskuldabréf og ríkistryggð íbúðabréf að veði í veðlánaviðskiptum fyrir hrun.

Einnig nefnir hann Icesave-málið: „Hvað sem mönnum finnst um Icesave, þá hefur það stöðvað okkar aðgang að auknum gjaldeyrisforða. Við höfum rétt svo aflað nægs forða til að merja afborgarnir næsta og þarnæsta árs. Ef forðinn fer niður í núll, þá hrynur gengið,“ segir Arnór í samtali við Morgunblaðið.

Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert