Fimmvörðufjall?

Byrjað er að hlaðast upp fjall á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi.
Byrjað er að hlaðast upp fjall á eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. mbl.is/RAX

Til greina gæti komið að nefna fjallið sem myndast hefur í eldgosinu Fimmvörðufjall enda er það á Fimmvörðuhálsi. Einnig mætti kenna það við Hrunagil, þar sem þung elfur hraunstraums fellur fram frá gossprungunni. Þetta segir Svavar Sigmundsson, örnefnafræðingur og fv. starfsmaður Stofnunar Árna Magnússonar.

Áður var hlutverk örnefnanefndar að finna nýjum náttúruvættum heiti. Má þar nefna Surtsey og Eldfell, en ýmsar tillögur voru komnar fram þegar nefndarmenn tóku af skarið. Nú er sá háttur hafður á að Landmælingar Íslands og nafnfræðingar fara yfir mál og gæta þess að örnefnin standist kröfur með tilliti til málfræði og fleiri atriða svo þau megi skrá og setja á kort.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert