„Viljum gera góðverk“

Mikil umræða hefur spunnist í kringum frétt Fréttablaðsins frá því í morgun um að Íslendingar njóti forgangs hjá fjölskylduhjálp Íslands. Þar kemur fram að tvær biðraðir hafi verið myndaðar, ein fyrir Íslendinga og önnur fyrir útlendinga. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar ályktaði í dag um að ráðið liti hverskyns mismunun mjög alvarlegum augum. Sömuleiðis sköpuðust umræður um málið á Alþingi í dag.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar segir umræðuna sem skapast hefur um úthlutunina í gær ekki rétta. Börn, eldra fólk og öryrkjar hafi verið tekin framfyrir röðina óháð þjóðerni. Hún segist taka mark á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og því muni þessi háttur ekki vera hafður á framvegis.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert