Hraunið komið í tvo farvegi

Þyrlur frá Norðurflugi fljúga yfir nýja hraunið, sem runnið hefurfrá …
Þyrlur frá Norðurflugi fljúga yfir nýja hraunið, sem runnið hefurfrá gosinu. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir miðnættið í nótt tók fyrir rennsli niður hraunfossinn í Hrunagili að mestu leyti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. Þá fór hraun að renna til norðvesturs og stefndi niður í Hvannárgil. Um ellefuleytið í morgun fór hraun að renna fram af brúninni niður í gilið.

Hraun var komið niður í gilið eftir hádegið. Talsverðir gufustrókar fylgdu rennsli hraunsins í Hvannárgil og litlar hlaupskvettur í Hvanná í nótt og í morgun. Nú er hraunið hætt að renna niður í Hvannárgil og er aftur farið að renna í Hrunagil og koma aðal mekkirnir þaðan. 

„Þetta er að fara svona á víxl,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði að gosið virtist vera stöðugt sem stendur. Búast megi við að hraunið skiptist á að renna þær tvær leiðir sem það hefur farið, í Hrunagil og í Hvannárgil.

Samkvæmt meðfylgjandi korti Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands var hraunið orðið 0,65 ferkílómetrar að flatarmáli kl. 10.00 í morgun.

Mynd Loftmynda ehf. sýnir vel hvernig hraunið var kl. 13.15 …
Mynd Loftmynda ehf. sýnir vel hvernig hraunið var kl. 13.15 í dag, samkvæmt korti Veðurstofunnar. Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er sýnd með gulri línu. www.loftmyndir.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert