Starfsmannafundur DV á morgun

Reynir Traustason, ritstjóri DV.
Reynir Traustason, ritstjóri DV. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsfólk DV hefur verið boðað á starfsmannafund kl. 16.00 á morgun. Sem kunnugt er hefur blaðið og fréttavefur þess dv.is verið í söluferli. Reynir Traustason, annar ritstjóra blaðsins, sagði að á fundinum yrði starfsfólki gerð grein fyrir stöðu mála, enda eðlilegt að það fengi fyrst tíðindin.

„Ég mun ekki færa slæm tíðindi. Það segir eitt og annað,“ sagði Reynir. Hann vildi ekki upplýsa um hvort áform hans um að safna fjárfestum til að kaupa fjölmiðlana hafi gengið eftir. Reynir sagði að gefin verði út yfirlýsing í kjölfar starfsmannafundarins og að þar verði upplýst um nýja eigendur.

„Þar verður allt uppi á borðinu. Þetta verður allt gert uppiskátt,“ sagði Reynir. Hann boðar til starfsmannafundarins og segir það benda til þess að hann gegni einhverju hlutverki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert