Ræddu um stöðugleikasáttmálann

Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann sumarið 2009.
Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann sumarið 2009.

Á fundi ráðherra með fulltrúum launþegasamtaka og sveitarfélaga í dag var samþykkt að hvetja Samtök atvinnulífisins til þátttöku í áframhaldandi vinnu á grundvelli stöðugleikasáttmálans.

Fundinn sátu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og  fulltúar Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtaka Íslands.

Fram kemur á heimasíðu forsætisráðuneytisins, að farið hafi verið  yfir stöðu verkefna sem kveðið sé á um í stöðugleikasáttmálanum.

Staða mála samkvæmt stöðugleikasáttmála 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert