Lýsir dýpstu samúð

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur vottað Pólverjum samúð.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur vottað Pólverjum samúð. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, samúðarkveðju. Í bréfi til ráðherrans lýsir hún yfir dýpstu samúð ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar vegna hins hörmulega flugslyss í morgun þar sem forseti Póllands, eiginkona hans og fylgdarlið létust.

Í samúðarkveðju forsætisráðherra kemur fram að hugur Íslendinga sé hjá þeim sem létust, aðstandendum þeirra og pólsku þjóðinni allri á þessum sorgartíma, þegar þeir minnast einnig annars hörmulegs atburðar úr sögunni.  Sterk tengsl séu á milli íslensku og pólsku þjóðarinnar, mikil og einlæg vinátta, sem geri þennan harmleik enn sárari en ella, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert