Eftirlitsnefnd með endurskipulagningu

Bankarnir eru með mörg fyrirtæki í fjárhagslegri endurskipulagningu og með …
Bankarnir eru með mörg fyrirtæki í fjárhagslegri endurskipulagningu og með því verður fylgst að hálfu stjórnvalda. mbl.is

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur gefið út reglugerð um störf eftirlitsnefndar, sem á að fylgjast með endurskipulagningu félaga á vegum fjármálafyrirtækja.

Í reglugerðinni er m.a. að finna ákvæði um eftirlit með endurskipulagningu fyrirtækja á vegum fjármálafyrirtækja. Samkvæmt því ákvæði skulu fjármálafyrirtæki gera eftirlitsnefndinni grein fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu allra fyrirtækja þar sem eftirgjöf skulda nemur hærri fjárhæð en 1 milljarði króna. Með eftirgjöf skulda er átt við beina lækkun höfuðstóls skulda eða lækkun höfuðstóls innan tiltekins tímafrests, breytingu skuldar í víkjandi lán eða breytingu víkjandi láns í hlutafé eða annað eigið fé, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Þá er í reglugerðinni gert ráð fyrir að eftirlitsnefndin birti ársfjórðungslega greinargerð með tölfræðilegum upplýsingum um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja á vegum fjármálafyrirtækja, þar sem m.a. skal koma fram fjöldi fyrirtækja sem sætt hafa fjárhagslegri endurskipulagningu, hvers konar fyrirtæki eigi í hlut og á hvaða sviðum atvinnulífsins. Þá skal veita upplýsingar um heildarfjárhæð eftirgjafar skuldar í hverjum flokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert