Hrygningarstopp færist út í kvöld

Kort af friðunarsvæðinu. Heimild: Fiskistofa.
Kort af friðunarsvæðinu. Heimild: Fiskistofa. Fiskistofa

Landhelgisgæslan áréttar að komið er að kaflaskiptum í hrygningarstoppinu árlega, þ.e. stöðvun veiða á grunnslóð vegna „fæðingarorlofs" þorsks og skarkola.

Fyrsti dagur í hrygningarstoppi var þann 1. apríl og lokaði þá Vestursvæði, sem er grunnslóðin úti fyrir Suður- og Vesturlandi. Frá og með miðnætti í kvöld lokast friðunarsvæðið lengra út að ytri mörkum og lokar smám saman alfarið frameftir mánuðinum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Fiskistofu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert