Ábyrgð einnig hjá matsfyrirtækjum

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal mbl.is

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, undraðist á því að ekki væri fjallað um það í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hvernig matsfyrirtækin alþjóðlegu mátu íslensku bankanna. Bankarnir fengu „langbesta mat í öllum heiminum,“ sagði Pétur og það fram á árið 2007. Hann segir ábyrgð því einnig liggja hjá matsfyrirtækjunum.

Í umræðu um skýrsluna á Alþingi í dag sagði Pétur að skýrslan væri góð, beitt og mikilvæg. Hann undraðist hins vegar á því að enginn þeirra 147 einstaklinga sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni hafi gengist við ábyrgð. „Heilt þjóðfélag hrinur og það er engum að kenna,“ sagði Pétur spyrjandi og bætti við að mikilvægt sé að menn vaki yfir því sem er að gerast.

Pétur sagði hafa farið yfir siðfræðihluta skýrslunnar, og þar gleymist tveir stórir þættir á ábyrgð. „Íslensku bankarnir fengu matið AAA, sem er besta mat sem nokkur banki getur fengið.  Hvernig í ósköpunum stóð á þessu?“ Auk þess sagði Pétur einhvern hluta ábyrgðar liggja hjá „kjánunum sem lánuðu kjánunum. Hvað voru þeir að hugsa?“ Með kjánunum átti Pétur við þá sem útveguðu íslensku bönkunum lánsfé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert