WHO varar við öskufalli í Evrópu

Mynd teknin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af …
Mynd teknin af Háfelli í Mýrdal nú fyrir hádegi af gosmekkinum yfir Höfðabrekkuheiðum og Mýrdalssandi. mynd/Jónas Erlendsson

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hvetur íbúa Evrópu til þess að halda sig innandyra ef öskufall verði í Evrópu frá gosinu í Eyjafjallajökli. Starfsmenn stofnunarinnar fylgjast grannt með þróun mála.

Að sögn David Epstein, upplýsingafulltrúa WHO, vita starfsmenn stofnunarinnar ekki ennþá hversu skaðleg askan getur verið, en ítrekar að menn óttist að örfínar agnir öskunnar geti haft skaðleg áhrif á fólk. Bendir hann á að agnirnar smjúga auðveldlega niður í lungu fólks sem geti reynst hættulegt fyrir fólk með astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. 

Epstein tekur fram að öskuskýið liggi mjög hátt í lofti þ.e. í 6-11 km hæð, en ítrekar að vandlega verði fylgst með þróuninni.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert