Umferðaröngþveiti á Hvolsvelli

Gestir á veitingastaðnum Björkinni á Hvolsvelli fyrr í vikunni.
Gestir á veitingastaðnum Björkinni á Hvolsvelli fyrr í vikunni. mbl.is Ómar Óskarsson

„Það er sá munur á þessu gosi og gosinu í Fimmvörðuhálsi að þetta er ekki túristagos,“ segir Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna. Hann segir að það liggi við að það sé umferðaröngþveiti á Hvolsvelli. Lögregla hefur orðið að færa til hliðið þar sem er lokað til að stoppa að fólk sé að aka inn Fljótshlíð.

Víðir segir að gosmökkurinn sjáist víða að á Suðurlandi og það sé því ekki ástæða fyrir alla að keyra að Hvolsvelli. Álagið þar sé mikið.

Mikil umferð var inn í Fljótshlíð í morgun. „Umferðin inn að lokuninni í Fljótshlíð var orðin það mikil að bændur voru farnir að hafa áhyggjur af því að komast ekki almennilega um og lokunin var því færð inn í Hvolsvöll. Þessi mikla umferð veldur auknu álagi á þá sem eru að vinna fyrir austan.“

Víðir vill benda fólki á að það sjáist ekkert meira frá Hvolsvelli en víðar annars staðar á Suðurlandi. Hann mælist til þess að fólk sé ekki að keyra alveg að hliðunum þar sem er lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka