Segir aðgerðir borgaryfirvalda lögleysu

Hrafn Gunnlaugsson.
Hrafn Gunnlaugsson. mbl.is/Sverrir

Borgaryfirvöld hafa gefið Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndagerðarmanni frest til klukkan 9 í fyrramálið til að fjarlægja mannvirki við lóð sína á Laugarnestanga. Hrafn segir aðgerðir borgaryfirvalda vera lögleysu. Hætt sé við að menningarsöguleg verðmæti glatist.

„Málefni lóðar minnar og nágrennis hennar hafa verið í ákveðnum farvegi um margra ára skeið og boltinn er þar hjá borgaryfirvöldum og  hefur verið það frá því haustið 2007. Það kemur mér því algerlega í opna skjöldu að fá bréf þitt, auk þess sem ég tel að þær aðgerðir sem boðaðar séu standist  enga skoðun. Áskil ég mér allan rétt grípi borgin til þeirra aðgerða sem hún hótar, og minni á. að ef það verður gert. er hætt við að menningarsöguleg  verðmæti glatist svo af hljótist óbætanlegt tjón,“ skrifar Hrafn í bréfi til sviðsstýru  framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar.

Hrafn rekur forsögu málsins í neðangreindu viðhengi.

Lóðin við Laugarnestanga 65 er umdeild.
Lóðin við Laugarnestanga 65 er umdeild. mbl.is/Sverrir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert