Vandi á sauðburði

Eldfjallaaskan gerir bændum lífið leitt á margan hátt. Ekki er …
Eldfjallaaskan gerir bændum lífið leitt á margan hátt. Ekki er hægt að beita fé, kúm eða hrossum. Ómar Óskarsson

Fljótlega eftir að sauðburður hefst fyrir alvöru á öskufallssvæðunum lenda bændur í vandræðum.

Fæstir hafa húsnæði fyrir féð þegar lömbin hafa bæst í hópinn. Þótt nægilegt land sé utar í sýslunni er erfitt að nýta það fyrir fé þar sem ekki er heimilt að flytja það til baka þar sem varnarlína sauðfjárveikivarna er um Markarfljót.

Enn er mikil óvissa um þróun mála. Eldfjallið gýs og í gær var ennþá öskufall í nágrenni þess.

Bændur hafa áhyggjur af stöðunni og dæmi eru um að menn séu að gefast upp. „Þetta lýsir sér í kvíða og óvissu um framtíðina. Það er erfitt að standa í búskap við þessar aðstæður,“ segir Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta og afleiðingar og áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert