Stöðugar fréttir um svik

mbl.is

Atvinnurekendur sem bjóða einstaklingum á atvinnuleysisskrá vinnu lenda reglulega í því að fá þau svör frá viðkomandi að hann sé nú þegar í vinnu.

Stofnunin býður þeim, sem vilja ráða fólk í vinnu, lista yfir fólk á atvinnuleysisskrá sem fellur að þeim hæfniskröfum sem leitað er að. Á móti biður stofnunin atvinnurekendur um að upplýsa stofnunina um hver viðrögðin verða.

Gissur segir þónokkur dæmi um að einstaklingar sem atvinnurekendur leita til viðurkenni að þeir vinni svart þrátt fyrir að vera á atvinnuleysisskrá. Hann segir það sérstaklega algengt í iðn- og þjónustugreinum, og nefnir sem dæmi hárgreiðslu og sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn.

Að jafnaði berast á milli 60 og 70 tilkynningar til Vinnumálastofnunar á mánuði þar sem grunur er um bótasvik, segir Gissur. Slíkum tilkynningum fjölgaði mjög eftir að stofnunin opnaði fyrir að fólk sendi nafnlausar tilkynningar gegnum heimasíðu stofnunarinnar.

Tólf eftirlitsferðir voru farnar á vegum stofnunarinnar til fyrirtækja, verslana og á byggingasvæði víðsvegar um landið, frá síðasta sumri og fram að áramótum. Á tíu af þeim tólf vinnustöðum sem farið var í reyndist einhver starfa sem einnig var á atvinnuleysisskrá.

Sjá nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert