Moka ösku á sturtuvagna

Aska skefur yfir bændur í hreinsunarstarfinu.
Aska skefur yfir bændur í hreinsunarstarfinu. mbl.is / Ragnar Axelsson

„Þetta er byrjunin,“ sagði Sigurður Þór Þórhallsson, bóndi á Önundarhorni, sem í dag hefur verið að hreinsa ösku úr skurðum á bændum. Á morgun koma fleiri honum til aðstoðar, en þá er ætlunin að moka ösku af túnunum.

Mikið tjón varð á Önundarhorni þegar hlaup kom í Svaðbælisá og flæddi yfir túnin. Um 58 hektarar af um 100 hektara túnum skemmdust við flóðið. Ofan á þetta bættist síðan mikið öskufall fyrstu dagana eftir að eldgosið hófst.

Sigurður var í allan dag að keyra á sturtuvagni öskudrullu sem mokað var upp úr skurðum við bæinn. Sumir skurðir hálffylltust af leir þegar hlaupið kom í ána. Sigurður sagði að þetta væri tilraun. Það ætti eftir að koma í ljós hvaða árangri þetta skilaði.

Bændur á fleiri bæjum undir Eyjafjöllum voru í dag að hreinsa ösku við bæi sína. Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, var um miðjan dag búinn að keyra um 30 sturtuvagna af ösku af hlaðinu á bænum. Hann sagðist telja að hann væri ekki hálfnaður.

Sigurður Þór Þórhallsson bóndi í Önundarhorni var í dag önnum …
Sigurður Þór Þórhallsson bóndi í Önundarhorni var í dag önnum kafinn við að moka ösku úr skurðum við bæinn. mbl.is / Ragnar Axelsson
Paula Kristín, húsfreyja í Önundarhorni segir að búið sé að …
Paula Kristín, húsfreyja í Önundarhorni segir að búið sé að keyra 6 vagna fulla af ösku úr garðinum við bæinn. mbl.is/ Ragnar Axelsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert