Virkni aðeins brot af því sem áður var

Mynd tekin úr vestri í flugvél á leið til Vestmannaeyja. …
Mynd tekin úr vestri í flugvél á leið til Vestmannaeyja. Flugvélin var í 9.000 feta hæð og gosmökkurinn teygir sig upp í um 11.000 feta hæð. Til hliðar sést svo gjóskan sem fellur til suðurs. Ljósmynd/Þorleifur Einar Pétursson

Gosvirkni í Eyjafjallajökli og gjóskumyndun er aðeins brot af því sem mældist þegar mest lét, daganna 14-17 apríl sl., og litlar breytingar merkjanlegar undanfarna daga. Ekkert bendir enn til að eldgosinu fari að ljúka. Þetta kemur fram í minnisblaði Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands.

Öskufall hefur verið nokkuð á um tíu kílómetra svæði undir Eyjafjöllum í dag, á milli Núps og Skóga. Askan er dekkri og grófari en á fyrstu dögum gossins. Bændur undir Eyjafjöllum hafa tilkynnt um að miklar drunur berist úr jöklinum, bæði liðna nótt og í dag.

Hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert