Enginn vill segja hver gaf loforð um óbreytt laun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Engin svör fengust um það í gær hver gaf Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, loforð um að launakjör hans myndu haldast óbreytt, en Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, hefur sagt að hann hafi fengið slíkt loforð.

Í gær vildi hún ekki tjá sig um hver hefði gefið þetta loforð. Haft var eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Stöð 2 að hún hefði ekki veitt slíkt loforð.

Tillaga um 400.000 króna launahækkun seðlabankastjórans hefur verið mikið gagnrýnd. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að fái seðlabankastjóri tvöföld ráðherralaun og sé á verulega hærri launum en forsætisráðherra sé það langt umfram viðmið í þjóðfélaginu. „Við þurfum samhengi í hlutina og laun eiga að vera í samræmi við mikilvægi starfanna,“ sagði hann.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert