Hætta við kvikmyndatökur

Tvær James Bond-myndir hafa m.a. verið teknar að hluta hér …
Tvær James Bond-myndir hafa m.a. verið teknar að hluta hér á landi. mbl.is/RAX

Íslensk fyrirtæki sem þjónusta og starfa með erlendum kvikmyndagerðarmönnum eru þegar farin að finna fyrir verulegum áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á fyrirhuguð verkefni í sumar.

Hætt hefur verið við nokkur verkefni og fyrirtækin eiga í nánast daglegum samskiptum við erlenda starfsbræður sem höfðu bókað Ísland í sumar sem tökustað fyrir kvikmyndir, auglýsingar og sjónvarpsþætti.

Vonast fyrirtækin til þess að skaðinn verði ekki meiri en orðinn er og segja talsmenn þeirra ummæli forseta Íslands um Kötlugos ekki hafa bætt úr skák. Stjórnvöld þurfi að koma þeim skilaboðum skýrt til skila að lífið gangi að langmestu leyti sinn vanagang á Íslandi og óhætt sé að ferðast hingað á meðan flugumferð liggur ekki niðri.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert