Loforð frá ráðherra

Tillagan um launahækkun seðlabankastjóra er til komin vegna loforðs forsætisráðherra …
Tillagan um launahækkun seðlabankastjóra er til komin vegna loforðs forsætisráðherra um óbreytt kjör, þegar Már tók við starfinu. mbl.is/Heiddi

Tillaga um launahækkun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið kynnt þannig í bankaráði að verið sé að efna loforð sem Má hafi verið gefið af forsætisráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir gaf ekki færi á viðtali um málið eftir ríkisstjórnarfund í stjórnarráðshúsinu gær.

Tillagan sem nú bíður afgreiðslu hjá bankaráði Seðlabankans, er sögð í samræmi við 28. grein laga um bankann. Þar segir að Kjararáð ákveði laun og önnur starfskjör seðlabankastjóra, fyrir utan rétt til biðlauna og eftirlauna og önnur atriði sem varði fjárhagslega hagsmuni hans. Ekki snýst launahækkunin um biðlaun eða eftirlaun og hlýtur því að teljast til annarra atriða. En við hvað er átt? Getur bankaráð með „öðrum atriðum“ hækkað laun seðlabankastjóra um nokkur hundruð þúsund krónur?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist ekki vita hver hefði gefið Má Guðmundssyni seðlabankastjóra loforð um óbreytt kjör, en sagði mikilvægt að allir tækju þátt í því að lækka hæstu launin í samfélaginu. Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert