Mjög hefur dregið úr umferð

mbl.is/Sigurður Bogi.

Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum eða um 3,2%. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma að sögn Vegagerðarinnar.

Athygli vekur að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 stóð umferðin í stað eftir að hafa aukist mjög mikið árin á undan eða um 8-14%. Örlítil aukning varð fyrstu fjóra mánuðina í fyrra, segir á vef Vegagerðarinnar.

Nú þegar fjórir fyrstu mánuðir ársins eru að baki er meira mark takandi á umferðartölum frá áramótum, páskarnir skekkja ekki lengur myndina. Samdrátturinn í apríl í ár nam tæpum 8% en rúmum 3% frá áramótum. Í fyrra jókst umferðin fyrstu fjóra mánuðina um 0,7% en stóð í stað 2008, aukningin 2007 var hinsvegar tæp 8%, árið 2006 tæp 14% þannig að breytingin er mjög mikil.

Hin hraða aukning umferðar á hverju ári er hætt og samdráttur tekinn við. Sjá töfluna hér á síðunni.

Erlendis er það viðurkennt að mikil fylgni er á milli umferðarsveifla og hagsveifla. Þessi fylgni er einnig til staðar á Íslandi ef taka á mark á umferðartölum árið 2008. Líta má á það sem vísbendingu um það sem síðar kom að umferðin skyndilega stóð í stað eftir stöðuga aukningu. Hvort samdráttur núna á árinu 2010 sé vísbending um enn frekari samdrátt leiðir tíminn einn í ljós.

Einnig er mögulegt sé tekið mið af umferðinni í fyrra að eðlisbreyting sé orðin á umferðinni og hún sé minni en að vetrinum til en aukist til muna að sumrinu.

Það er samdráttur á öllum landssvæðum, nema Norðurlandi en þar verður örlítil hækkun sem kann m.a. að skýrast af mikilli skíðasókn. Umferð á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu minnkar mikið eða 4% á báðum svæðum, næst á eftir er Vesturland með tæplega 3% samdrátt. Um Norður- og Austurland mætti segja að umferð standi u.þ.b. í stað þar sem aukning á Norðurlandi og samdráttur á Austurlandi er óverulegur. Heildaraksturinn fyrstu fjóra mánuðina er nú sami og hann var á milli áranna 2006 og 2007, eða fyrir þremur og hálfu ári.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert