Gífurleg flugumferð við Ísland

Alþjóðleg flugumferð um íslenska loftrýmið hefur verið gríðarlega mikil í dag. Kalla þurfti út alla tiltæka flugumferðarstjóra til að anna álaginu. Á venjulegum degi eru átta til tíu flugumferðarstjórar á vaktinni, en í dag voru þeir 22 þegar mest var.

Á degi þegar umferð telst vera mjög mikil fara um 500 þotur um íslenskt loftrými á einum degi, en líkur eru á að það sé talsvert meira í dag. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á morgun. Svo gæti farið að met hafi verið slegið. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia (Flugstoða ohf.) segir jafnvel hefði verið þörf fyrir enn fleiri flugumferðarstjóra í dag.

Gríðarleg ásókn var í að fljúga í gegnum íslenska svæðið norðanvert, enda var öskuskýið í flughæð farþegaþotanna niður með vestanverðri Evrópu í dag. Það er ólíkt því sem verið hefur síðustu daga, þegar það hefur ekki náð nema um 20.000 feta hæð.

Nokkurra klukkustunda seinkun hefur orðið á flugi víðsvegar í Evrópu í dag vegna öskuskýsins. Að sögn Hjördísar koma svona álagstoppar venjulega aðeins hluta úr degi í einu, en nú ber svo við að gærdagurinn, dagurinn í dag og morgundagurinn stefna allir í að verða svona miklir álagsdagar.

„Ekki áður upplifað annað eins“ 

Í tilkynningu frá Isavia er haft eftir Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdarstjóra flugumferðarsviðs. sem hóf störf árið 1975 sem flugumferðarstjóri, að hann hafi ekki upplifað álíka stöðu í flugmálum allan þann tíma sem hann hefur starfað við þau.

„Það hafa komið upp atburðir sem hafa haft töluverð áhrif eins og t.d. 11.september 2001 þegar loftrými Bandaríkjanna var lokað. Þá þurfti að snúa við eða breyta flugleiðum flugvéla sem voru á leið til Bandaríkjanna og koma þeim á nýja áfangastaði. En sú atburðarrás stóð í nokkrar klukkustundir ólíkt þessu ástandi sem núna er, þegar við sjáum fram á að umferðin um íslenska flugstjórnarsvæðið mun halda áfram að vera mikil í nótt og á morgun," segir Ásgeir.

Flogið til og frá Akureyri á morgun

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Isavia og Icelandair er stefnt að öllu flugi í gegnum Akureyri á morgun og helsta tengistöð Icelandair verður Glasgow eins og það var í dag.

Að sögn Hjördísar gætu helst komið upp vandkvæði með að rúma allar þær flugvélar á Akureyri sem þangað fljúga. Í því tilfelli gæti þurft að flytja mannlausar vélar til Egilsstaða, einfaldlega til að geyma þær þar. Hins vegar er nokkuð öruggt að hægt verður að fljúga til og frá Akureyri á morgun.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, verður fundað aftur um stöðuna í fyrramálið. Sjá einnig aðrar fréttir frá flugfélögunum, Iceland Express og Icelandair, sem birst hafa í dag.

Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. ...
Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. Fyrr í dag voru 50 fleiri vélar á svæðinu.
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. ...
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. spá Metoffice í Bretlandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið að bera kennsl á líkið

12:52 Lögregla hefur borið kennsl á lík manns sem fannst í Foss­vog­in­um um fjög­ur­leytið í fyrradag. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir það í samtali við mbl.is en maðurinn var Íslendingur á fertugsaldri. Meira »

Úreltur tölvubúnaður rannsóknarskipa

12:47 Tölvubúnaður hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar er orðinn nærri 20 ára gamall og er framleiðandinn hættur þjónustu á búnaðinum. Ef búnaðurinn bregst er skipið ónothæft í langan tíma og ógnar þetta rekstraröryggi skipsins. Meira »

300 milljónum meira til Gæslunnar

12:41 Áætlað er að veita rúmum 4,3 milljörðum króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar. Framlögin hækka um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum. Meira »

Telur almenning illa svikinn

12:28 Samfylkingin gagnrýnir harðlega fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Sé þetta fjárlagafrumvarp borið saman við fjárlagafrumvarpið sem sú ríkisstjórn sem sprakk í haust lagði fram, kemur í ljós að einungis er gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins. Meira »

298 milljónir vegna kynferðisbrota

12:19 Alls verður 298 milljónum króna veitt til innleiðingar aðgerðaráætlunar um úrbætur í meðferð kynferðisbrota, samkvæmt fjárlögunum. Meira »

Hámark afsláttar lækkar um 250 þúsund

11:55 Uppi eru áform um að afnema afslátt bílaleiga af vörugjöldum á ökutæki umfram það sem gildir um fólksbifreiðar almennt, að því er segir í nýjum fjárlögum. Hámark ívilnunar á hvern bíl mun lækka úr 500 þúsund krónur í 250 þúsund í ársbyrjun 2018 Meira »

Hagkaup innkallar mjúkdýr

11:44 Hagkaup hefur innkallað marglita Ty-mjúkdýr sem líta út eins og púðluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty-mjúkdýrinu samanber mynd. Gallinn getur valdið því að fóður „fylling“ getur losnað úr leikfanginu og valdið skaða Meira »

BL innkallar Range Rover

11:47 BL hefur innkallað 18 bifreiðar af gerðinni Range Rover og Range Rover Sport, árgerð 2017. Ástæða innköllunar er sú að skyndilega getur slökknað á mælaborðinu. Þegar þetta gerist koma engar upplýsingar fram í mælaborðinu en það kviknar á því aftur í akstri. Meira »

Skoða aðrar leiðir til gjaldtöku

11:38 Áform um tilfærslu ferðaþjónustutengdrar starfsemi úr neðra þrepi virðisaukaskatts í almenna þrepið, sem voru kynnt í fjármálaáætluninni verða lögð til hliðar, samkvæmt nýjum fjárlögum. Meira »

Ríkisstjórnin samþykkir NPA-frumvörp

11:31 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvörp um lögfestingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) við fatlað fólk. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þessa efnis á fundi sínum í gær. Meira »

Ævar Þór á rússnesku

11:25 Ævar Þór Benediktsson hefur skrifað undir útgáfusamning við forlag í Rússlandi um útgáfu allra fjögurra bóka sinna úr barnabókaflokknum Þín eigin-bækur á rússnesku. Meira »

Óvissa um fjölda umsækjenda um vernd

11:20 Mikil óvissa er um fjölda umsækjenda um vernd á næsta ári en gera má ráð fyrir fjölgun bæði tilhæfulausra umsókna um vernd og einnig umsókna þar sem tilvik eru flóknari, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

Hálfum milljarði meira til Landsréttar

11:10 Alls verður 681 milljón króna varið til Landsréttar á árinu 2018, samkvæmt nýjum fjárlögum. Landsréttur tekur til starfa um næstu áramót. Meira »

Minnast Klevis Sula

10:34 Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

10:20 Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Orri Páll og Sif aðstoða Guðmund Inga

11:05 Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum. Meira »

Fjárveiting til forsætisráðuneytis hækkar um hálfan milljarð

10:23 Heildarfjárheimild til forsætisráðuneytisins fyrir árið 2018 er áætluð 1.560 milljónir króna og hækkar um 493,6 milljónir frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum. Meira »

Gert við gestahús forseta

10:15 Gert er ráð fyrir 32 milljóna króna framlagi í fjárlögum næsta árs vegna viðhaldsframkvæmda á húseigninni að Laufásvegi 72 í Reykjavík, gestahúsi forseta Íslands. Brýnt er að gera við húsið að utanverðu til að fyrirbyggja frekari skemmdir og til að varðveita þær viðgerðir sem þegar hafa verið unnar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Vestfirðingar til sjós og lands
Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti kolakranastjórinn var Vestfirði...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...