Gífurleg flugumferð við Ísland

Alþjóðleg flugumferð um íslenska loftrýmið hefur verið gríðarlega mikil í dag. Kalla þurfti út alla tiltæka flugumferðarstjóra til að anna álaginu. Á venjulegum degi eru átta til tíu flugumferðarstjórar á vaktinni, en í dag voru þeir 22 þegar mest var.

Á degi þegar umferð telst vera mjög mikil fara um 500 þotur um íslenskt loftrými á einum degi, en líkur eru á að það sé talsvert meira í dag. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á morgun. Svo gæti farið að met hafi verið slegið. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia (Flugstoða ohf.) segir jafnvel hefði verið þörf fyrir enn fleiri flugumferðarstjóra í dag.

Gríðarleg ásókn var í að fljúga í gegnum íslenska svæðið norðanvert, enda var öskuskýið í flughæð farþegaþotanna niður með vestanverðri Evrópu í dag. Það er ólíkt því sem verið hefur síðustu daga, þegar það hefur ekki náð nema um 20.000 feta hæð.

Nokkurra klukkustunda seinkun hefur orðið á flugi víðsvegar í Evrópu í dag vegna öskuskýsins. Að sögn Hjördísar koma svona álagstoppar venjulega aðeins hluta úr degi í einu, en nú ber svo við að gærdagurinn, dagurinn í dag og morgundagurinn stefna allir í að verða svona miklir álagsdagar.

„Ekki áður upplifað annað eins“ 

Í tilkynningu frá Isavia er haft eftir Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdarstjóra flugumferðarsviðs. sem hóf störf árið 1975 sem flugumferðarstjóri, að hann hafi ekki upplifað álíka stöðu í flugmálum allan þann tíma sem hann hefur starfað við þau.

„Það hafa komið upp atburðir sem hafa haft töluverð áhrif eins og t.d. 11.september 2001 þegar loftrými Bandaríkjanna var lokað. Þá þurfti að snúa við eða breyta flugleiðum flugvéla sem voru á leið til Bandaríkjanna og koma þeim á nýja áfangastaði. En sú atburðarrás stóð í nokkrar klukkustundir ólíkt þessu ástandi sem núna er, þegar við sjáum fram á að umferðin um íslenska flugstjórnarsvæðið mun halda áfram að vera mikil í nótt og á morgun," segir Ásgeir.

Flogið til og frá Akureyri á morgun

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Isavia og Icelandair er stefnt að öllu flugi í gegnum Akureyri á morgun og helsta tengistöð Icelandair verður Glasgow eins og það var í dag.

Að sögn Hjördísar gætu helst komið upp vandkvæði með að rúma allar þær flugvélar á Akureyri sem þangað fljúga. Í því tilfelli gæti þurft að flytja mannlausar vélar til Egilsstaða, einfaldlega til að geyma þær þar. Hins vegar er nokkuð öruggt að hægt verður að fljúga til og frá Akureyri á morgun.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, verður fundað aftur um stöðuna í fyrramálið. Sjá einnig aðrar fréttir frá flugfélögunum, Iceland Express og Icelandair, sem birst hafa í dag.

Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. ...
Skjámynd af flugumferðinni um íslenska svæðið kl. 16 í dag. Fyrr í dag voru 50 fleiri vélar á svæðinu.
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. ...
Svona er útlitið með öskuskýið kl 6 í fyrramálið, samkv. spá Metoffice í Bretlandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

„Hér hristist allt og skalf“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir, sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos, segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugargarðinum. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Rafmagns / snyrti / nuddbekkur Egat Delta hægt að halla 20 g á báðum endum
Tilvalið fyrir snyrtifræðinginn, nuddarann, fótaaðgerðafræðinginn og aðra í heil...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...