Trumbusláttur á Austurvelli

Trumbusláttur á Austurvelli, í tilefni World Fair Trade Day.
Trumbusláttur á Austurvelli, í tilefni World Fair Trade Day.

Kraftmikill trumbusláttur var á Austurvelli um miðjan dag í dag. Ekki voru mótmælendur á ferð heldur hópur fólks sem fagnaði Alþjóðlegum degi sanngjarnra viðskipta, er nefnist World Fair Trade Day á frummálinu. Stuðla Fairtrade-samtökin að réttlæti og sanngirni í viðskiptum við þriðja heiminn.

Deginum var fagnað með heljarinnar trumbuslætti en trumbuhringur Hlutverkasetursins og Stomphópir Íslands sáu um að berja húðirnar. Það var ungliðahreyfingin Breytendur sem stóð fyrir atburðinum og söfnuðu þau myndum af fólki með Fairtrade merkinu til stuðnings málefninu. Vilja þau með því skora á verslanir að auka vöruúrval af Fairtrade vottuðum vörum, segir í tilkynningu. Í lokin sameinaðist mannfjöldinn í stórum trumbuhring til þess að styðja málefnið og gefa taktinn fyrir sanngjarnari heimi líkt og milljónir manna í öllum heimshornum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert